140. löggjafarþing — 78. fundur,  28. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[10:54]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í allan gærdag sat ég undir ræðum og andsvörum þingmanna Sjálfstæðisflokksins um mikilvægi góðra vinnubragða og samstarfs í þessu máli. Það hefði verið lítið mál fyrir þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins að láta mig vita að hún hygðist láta greiða atkvæði um hvort vísa ætti málinu til nefndar. (Gripið fram í: … lætur …) Ég hefði mætt, hvort sem það hefði verið klukkan eitt, tvö, þrjú eða fjögur um nóttina. Það var hins vegar ekki gert og því frétti ég ekki af þessu fyrr en núna í morgun og þykir það mjög leitt.

Þessi framkoma sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sýndi þarna er að mínu mati mikill dónaskapur við samþingmenn sína og svo sannarlega hvorki í anda orðræðu hennar eigin þingmanna né Alþingi til sóma. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)