Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu

Föstudaginn 27. apríl 2012, kl. 11:41:23 (8598)


140. löggjafarþing — 90. fundur,  27. apr. 2012.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

748. mál
[11:41]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Við höfum fylgt þjónustusamningnum eftir með reglubundnum fundum með stjórnendum Ríkisútvarpsins og eftir atvikum stjórn Ríkisútvarpsins þar sem er farið yfir helstu atriði samningsins. Ég á von á því að við höldum því áfram. Vissulega má segja að það bætist í raun og veru við ákveðið eftirlit af hálfu fjölmiðlanefndar sem á sérstaklega að leggja mat á það hvort Ríkisútvarpið sé að veita fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Hins vegar hvað varðar þjónustusamninginn, sem er mun ítarlegra og meira stefnumarkandi plagg, verður eftirfylgni áfram í höndum ráðuneytisins og með reglubundnum fundum með stjórn og stjórnendum Ríkisútvarpsins.