Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu

Föstudaginn 27. apríl 2012, kl. 11:46:47 (8603)


140. löggjafarþing — 90. fundur,  27. apr. 2012.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

748. mál
[11:46]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að koma með mjög skýrar spurningar.

Í fyrsta lagi vil ég spyrja hæstv. ráðherra hvernig hann ætlar að sjá til þess að fréttir verði hlutlægar og önnur umfjöllun. Ég trúi því ekki að hugsunin sé sú að hafa einn starfsmann í fjölmiðlanefnd sem eigi að sjá um það. Mikið verður vald viðkomandi starfsmanns. Ég hélt að hugmyndin væri að takmarka hvað RÚV ætti að gera en ég les þetta yfir og RÚV má gera allt, nákvæmlega allt. Kannski hæstv. ráðherra upplýsi hvað RÚV má ekki gera. Ég held að það væri gott að fá það fram.

Síðan er hitt. Hvaða grín er þetta með auglýsingatímann, að lækka þetta úr 12 mínútum í 8 mínútur? Nú er meðalauglýsingatími 3,7 mínútur. Í desember er það 5,2 mínútur. Ég meina — er verið að blekkja hér? Er verið að reyna að slá ryki í augu fólks?