Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu

Föstudaginn 27. apríl 2012, kl. 11:51:35 (8607)


140. löggjafarþing — 90. fundur,  27. apr. 2012.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

748. mál
[11:51]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Í ljósi þeirra athugasemda sem koma fram í kostnaðarumsögn þess frumvarps sem við ræðum og í ljósi þeirra upplýsinga sem veittar hafa verið um að hæstv. fjármálaráðherra hafi ekki gert athugasemd við að frumvarpið væri lagt fram spyr ég hvort ekki sé ástæða til að óska eftir því að það sé kannað hvort hæstv. fjármálaráðherra gæti verið við þessa umræðu, a.m.k. þannig að þingmönnum gæfist færi á að eiga við hana orðastað. Eins og hæstv. menntamálaráðherra bendir réttilega á er það ekki hennar að svara fyrir hæstv. fjármálaráðherra. Ég fer því fram á það, virðulegi forseti, að kannað verði hvort hæstv. fjármálaráðherra sjái sér fært að koma til umræðunnar.