Viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi

Föstudaginn 27. apríl 2012, kl. 16:49:34 (8650)


140. löggjafarþing — 90. fundur,  27. apr. 2012.

viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi.

663. mál
[16:49]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra andsvarið og get vissulega tekið undir með henni að velferðarráðherra ber að sjálfsögðu ábyrgð á starfsemi heilbrigðisstarfsmanna þegar þeir eru komnir til starfa og að iðnaðarráðuneytið ber ábyrgð á starfsemi iðnaðarmanna þegar þeir eru komnir til starfa. Það kann að vera að eftirlit með störfum aðila eigi að vera í höndum fagráðuneytanna, en ég er enn þá hugsi yfir því hvort löggildingin, vegna þess að hún byggist fyrst og síðast á menntun, ætti ekki að heyra undir ráðherra sem fer með menntamál en eftirlit með starfsstéttum ætti að vera í höndum einstakra fagráðherra. En ég þakka hæstv. ráðherra andsvarið.