Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Föstudaginn 11. maí 2012, kl. 11:44:24 (9754)


140. löggjafarþing — 98. fundur,  11. maí 2012.

aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

278. mál
[11:44]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við greiðum atkvæði um fyrsta af átta EES-málum sem rædd voru á mjög skömmum tíma í gærkvöldi. Ekki er þó hægt að tala um að það hafi verið umræða, það var engin umræða um þessi mál.

Ég minni á að innlánstryggingakerfið var afgreitt frá Evrópusambandinu sem EES-tilskipun og kostaði okkur Icesave-deiluna. Ég minni á að það var beiðni frá ESA, um að við settum lög um að hlutafélög megi lána starfsmönnum ótakmarkað til kaupa á hlutabréfum í hlutafélögum, sem hefur valdið bæði einstaklingum og fyrirtækjum gífurlegu tjóni. Ég vildi gjarnan að þingmenn ræddu svona mál dálítið betur. Ekki það að ég sé á móti þessu máli en ég vil að menn ræði öll þessi mál töluvert betur í framtíðinni.