Innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta

Föstudaginn 11. maí 2012, kl. 14:59:59 (9793)


140. löggjafarþing — 98. fundur,  11. maí 2012.

innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

763. mál
[14:59]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fyrst um leikbrelluna, þá er því til að svara að hér er ekki um neina efnisbreytingar að ræða frá gildandi lögum. Hér er auðvitað fyrst og fremst um það að ræða að færa inn í lögin sjálf það sem áður var í bráðabirgðaákvæði.

Varðandi spurninguna um ríkisábyrgð þá er ekki fjallað um það álitamál í þessu frumvarpi og það er ekki hluti af þeim frumvarpstexta sem hér er til umfjöllunar. Málið sem hv. þingmaður vísar til er rekið fyrir EFTA-dómstólnum þar sem öll okkar rök eru dregin fram og ég vænti þess að það verði gert í breiðri samstöðu.