140. löggjafarþing — 99. fundur,  15. maí 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[15:24]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér er snúið út úr fyrir mér vegna þess að þetta frumvarp byggir á þingsályktunartillögu um að Alþingi aflétti þeim fyrirvörum sem koma fram í tillögunni. Þess vegna mætti hæglega gera athugasemdir við fundarstjórn forseta, alla vega við uppsetningu dagskrár. Að sjálfsögðu á þessi afléttingarþingsályktunartillaga að koma til umræðu í þinginu á undan frumvarpinu því að fyrst ber að samþykkja þingsályktunartillöguna til að frumvarpið komist á dagskrá þingsins. En það er önnur saga sem ég kem til með að fara yfir í ræðu á eftir.

Ég spyr hv. þm. Helga Hjörvar á ný: Er það ekki brot á EES-samningnum að hér er verið að veita skatt- og tollfrelsi til þeirra einstaklinga sem búa innan ESB-svæðisins, þá er ég að tala um einstaklinga með heimilisfesti innan ESB-ríkja og verktaka, á kostnað Íslendinga og íslenskra verktaka sem fá ekki niðurfellingar sambærilegar því sem er í frumvarpi þessu og geta ekki notað innskatt samanber þetta frumvarp?