140. löggjafarþing — 99. fundur,  15. maí 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[22:33]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er alveg hárrétt að með þessum IPA-umsóknum erum við að mínu mati komin út fyrir þann ramma sem þingsályktunartillagan veitti framkvæmdarvaldinu á sínum tíma, enda er af þeirri ástæðu verið er að flytja þetta mál nú. Það gæti verið að flytja þyrfti fleiri slík mál til þess að rétta umsóknarferlið af. Ég tel að á fleiri sviðum sé gengið á svig við þau skilyrði sem sett eru og sem sett voru með umsókninni á sínum tíma.

Þá minni ég líka á að sá fyrirvari er gerður í greinargerðinni að samningsumboðið sem ríkisstjórnin fær og þeir aðilar sem vinna á hennar vegum er skilyrt. Áréttað er að ekki skuli (Forseti hringir.) farið fram úr tilgreindum skilyrðum sem sett eru í þingsályktunartillögunni. (Forseti hringir.) Þarna er greinilega eitt af þeim skilyrðum sem sett voru þar, frú forseti, og mætt er með þessum hætti.