140. löggjafarþing — 99. fundur,  15. maí 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[22:39]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Bara til að halda því til haga þá var ávallt gert ráð fyrir því að taka á móti styrkjum til þýðinga á nauðsynlegum gögnum sem tengdust Evrópusambandsaðildarvinnunni og einnig var talað um svokallaða TAIEX-styrki sem eru fyrst og fremst fyrir sérfræðinga til þess að innleiða EES-reglugerðir. Ekki var gert ráð fyrir neinu sem væri beinlínis vegna aðlögunar að Evrópusambandinu.

Ég tek undir áhyggjur hv. þingmanns varðandi Vinstri hreyfinguna – grænt framboð eða forustumenn hennar, ég geri það hér. Ég minni þó á að ég sem ráðherra hafnaði því að taka við þessum aðlögunarstyrkjum og ég minni líka á að hæstv. innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson (Forseti hringir.) hefur líka, að því er ég best veit, lýst því yfir í þinginu að hann hafni því að taka við þessum aðlögunarstyrkjum, (Forseti hringir.) þannig að það fyrirfinnast ráðherrar og forustumenn í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði sem standa í lappirnar.