Heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði

Föstudaginn 25. maí 2012, kl. 11:32:57 (11216)


140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[11:32]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Maður spyr sig: Til hvers er samgönguáætlun ef þingmenn kjördæmis geta smyglað fram fyrir röðina uppáhaldsverkefnum, gæluverkefnum, og samþykkt þau fram yfir aðrar framkvæmdir? Ég vil spyrja hv. þingmann, af því að hann er líka þingmaður Norðfjarðar og Neskaupstaðar, hvað hann muni segja við kjósendur sína. Hvers vegna er þetta verkefni tekið fram fyrir en ekki Norðfjarðargöng, sem eru þó að margra mati miklu mikilvægari upp á öryggi og samgöngubót og annað slíkt?