Heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði

Föstudaginn 25. maí 2012, kl. 11:33:45 (11217)


140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[11:33]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Björn Valur Gíslason) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í þessu andsvari fólst engin spurning nema þá varðandi spillingarþefvísi hv. þingmanns.

Ég ítreka það sem ég sagði áðan að það er Alþingi sem hefur varðað hverja einustu ákvörðun í þessu máli frá upphafi. Hér er ekki verið að taka ákvörðun á forsendum þingmanna ákveðinna kjördæma. Ég minni á að helmingur þeirra þingmanna sem styðja þetta mál í fjárlaganefnd og skrifa undir nefndarálitið eru þingmenn úr Reykjavík og Suðurkjördæmi. Spillingarlyktin af því er ekki meiri en svo, ef þingmaður heldur að fjárlaganefnd hafi verið að afgreiða málið þannig. Þetta er byggt á langri og ítarlegri umræðu, fjölmörgum ákvörðunum af hálfu Alþingis, eins og ég vísaði til áðan, og ef ég man rétt studdi hv. þm. Pétur H. Blöndal fyrir nokkrum árum að ráðist yrði í gerð Vaðlaheiðarganga þar sem ríkið tæki helmingsþátt í kostnaði.