Heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði

Föstudaginn 25. maí 2012, kl. 11:42:36 (11224)


140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[11:42]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það er líka hægt að setja ákveðið samasemmerki á milli stöðu ríkissjóðs og áhrifa sem ákvarðanir hafa á hana og hina þjóðhagslegu hagkvæmni.

Þingmaðurinn svaraði ekki spurningu minni, því að nú erum við ræða, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, og þurfum að taka afstöðu til röðunar framkvæmda í samgönguáætlun. Það er náttúrlega ekki hægt að líta þannig á að jafnstór ákvörðun og sú að ráðast í gerð Vaðlaheiðarganga hafi ekki áhrif á röðun annarra framkvæmda. Og mig langar til að spyrja þingmanninn: Hver telur hann að ætti að vera næsta stóra jarðgangaframkvæmd á Íslandi fyrir utan Vaðlaheiðargöng í samgönguáætlun?