Heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði

Föstudaginn 25. maí 2012, kl. 14:19:44 (11271)


140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[14:19]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Frú forseti. Málið var tekið út fyrir samgönguáætlun á ákveðnum forsendum. Þær eru brostnar. Einkaframkvæmdin er orðin ríkisframkvæmd. Það stenst ekki og lögum er breytt til að sniðganga þær forsendur líka.

Það er annað athyglisvert atriði sem ég vil koma að sem hv. þm. Mörður Árnason vakti máls á og varðar forsendurnar. Ríkisstjórnin stendur fyrir því gæfusama framtaki að efla mjög almenningssamgöngur, sem ég styð heils hugar. Eldsneytisverð hefur hækkað verulega á umliðnum árum og fyrirsjáanlegt að það hækki verulega. Það þýðir að umferð hefur dregist verulega saman og mun dragast saman með almenningssamgöngunum og hækkuðu verði. Hver fjölskyldan á fætur annarri í landinu er að losa sig við bíl númer tvö og ætlar sér í almenningssamgöngur, reiðhjól og annað slíkt.

Hvað segir hv. þingmaður um þessar breyttu forsendur sem hv. þm. (Forseti hringir.) Mörður Árnason gerði að umtalsefni í morgun?