Heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði

Föstudaginn 25. maí 2012, kl. 18:42:36 (11363)


140. löggjafarþing — 107. fundur,  25. maí 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[18:42]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég vil byrja á því að benda hv. þingmanni á að umfjöllun umhverfis- og samgöngunefndar um þetta mál hófst áður en hér kom inn nokkurt frumvarp. Ég hefði hins vegar talið við hæfi að fjárlaganefnd leitaði álits samgöngunefndar eftir að frumvarpið kom fram en það er hins vegar annað mál.

Mig langar að staldra aftur við jarðgangagerðina og tvenn göng í einu. Ef svo er að hv. þingmanni finnist eðlilegt að hunsa faglegt mat sérfræðinga um að þetta sé ekki æskilegt, og það er ekki bara á pappír í samgönguáætlun heldur praktískt séð ekki talið æskilegt að standa í framkvæmdum tvennra jarðganga í einu, finnst hv. þingmanni þá eðlilegt að sú jarðgangagerð, tvenn göng í einu, eigi sér stað í Norðausturkjördæmi, hvor tveggja í senn?