140. löggjafarþing — 109. fundur,  30. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[15:37]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Frú forseti. Ég náði ekki alveg síðustu spurningu hv. þm. Eyglóar Harðardóttur, en það má endurtaka hana á eftir. Hvenær hófst aðlögun, hvenær hófst hún ekki? Það má færa rök að því að hluti hennar hafi hafist strax með EES-samningum, ég er á því. En ég er á því að við höfum enga aðkomu að þessu í dag og ég hef ekki, satt best að segja, hugmynd um hverjar af þessum gerðum við þurfum að innleiða og hverjar ekki. Það hefur hlaupið mikið kapp í þessar aðlögunarinnleiðingar á síðustu árum, mikið kapp, og ég hef grun um að við höfum ekki samkvæmt EES-samningnum skyldur til að innleiða allt sem hér rekur á fjörurnar og löggjafarvaldið varðandi þær er farið.