140. löggjafarþing — 109. fundur,  30. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[15:42]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Frú forseti. Ég er býsna vanur því þegar ég flyt ræður eða tek til máls og hef gert á umliðnum árum, um atriði sem hv. þingmaður er ekki sammála eða aðrir í hans flokki, að þá er farið út í útúrsnúninga. Það er fullyrt að það sé hálfsannleikur í gangi en ekki nefnt eitt einasta dæmi. Ég býst við að hv. þingmaður komi að því í ræðu sinni hér og ég skora á hv. þingmenn stjórnarliðsins að taka þátt í þessum umræðum og upplýsa. Ég geng að því sem vísu og spyr kannski hv. þingmann á móti: Heldur hann að við munum fá einhverjar undanþágur frá fjórfrelsinu? Heldur hann það?