140. löggjafarþing — 109. fundur,  30. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[16:44]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. 2. þm. Norðvesturkjördæmis fyrir svarið. Þetta stemmir nokkurn veginn við það sem ég man eftir í umræðum í þinginu um þessi efni, að í upphafi hafi verið gert ráð fyrir því að einstök ráðuneyti sæktu um IPA-styrki fyrir hönd ráðuneyta sinna en einhvers staðar á leiðinni, sennilega haustið 2010, varð breyting á vinnubrögðum innan ríkisstjórnarinnar, trúlega vegna andstöðu hv. þingmanns, hæstv. þáverandi ráðherra, og hugsanlega fleiri ráðherra úr röðum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs sem ekki hafa talið við hæfi að sækja um styrki vegna aðildarumsóknar sem þeir höfðu lýst sig andvíga, þannig að það sé sagt. Þeir koma úr flokki þar sem andstaða er mikil við aðildarumsóknarferlið. Ég hef skilið það svo að þarna hafi í rauninni verið skipt um aðferð til þess að (Forseti hringir.) hlífa einstökum ráðherrum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs við því að þurfa að undirrita sjálfir (Forseti hringir.) styrkbeiðnir til Brussel.