140. löggjafarþing — 110. fundur,  31. maí 2012.

ákvörðun EES-nefndarinnar um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn.

611. mál
[14:09]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður sagði, að mér heyrðist, að nefndin hefði ekkert kynnt sér þetta og vissi í rauninni ekkert um þetta. Hún vissi að hér væri verið að setja inn tegundir eins og álframleiðslu, það gat ég lesið í nefndarálitinu, það sá ég, en það sem ég spurði um er þetta: Er kominn markaður með koldíoxíðlosanir á Íslandi, sem ég mun ræða hér á eftir, örstutt reyndar, og ef ekki vildi ég spyrja hvers vegna? En ég fékk ekki svar við því og kannski veit hv. þingmaður það ekki.