Veiðigjald og eignir Landsbankans

Föstudaginn 01. júní 2012, kl. 10:57:20 (11693)


140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

veiðigjald og eignir Landsbankans.

[10:57]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna. Varðandi veiðigjaldið og áhrif þess á skilyrta skuldabréfið sem er á milli nýja og gamla Landsbankans þá er það rétt að þar er klausa sem fjallar um utanaðkomandi áhrif. Við höfum auðvitað farið yfir þetta í fjármálaráðuneytinu og getum engan veginn fallist á þá túlkun hv. þingmanns að breytingar á veiðileyfagjaldinu muni hafa nokkur áhrif í þá veru sem hann heldur fram þannig að þetta passar ekki saman. Það væri líka mjög undarlegt ef fjármálaráðuneytið hefði staðið að þríhliða samningi þannig að það mætti ekki breyta lögum um veiðileyfagjald og þá mundi samningurinn ekki standa. Auðvitað er það ekki svo þannig að sú túlkun sem hv. þingmaður leggur hér fram tel ég vera af og frá.