Veiðigjald og eignir Landsbankans

Föstudaginn 01. júní 2012, kl. 11:00:05 (11695)


140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

veiðigjald og eignir Landsbankans.

[11:00]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Fullyrðingar hv. þingmanns standast ekki. Það verður að skoða fyrir utan þennan sal hvor er kæruleysislegri í málflutningi sínum varðandi þetta mál. Auðvitað er veiðileyfagjaldið mikið hagsmunamál þjóðarinnar. Rekstur Landsbankans er það líka, en þegar við horfum á samspil reksturs sjávarútvegsfyrirtækja og veiðileyfagjaldsins er bjargföst skoðun mín að það að auðlindarentan gangi með þessum hætti til þjóðarinnar en ekki 100% til þeirra sem eru með sérleyfi á eign þjóðarinnar komi rekstri útgerðarfyrirtækjanna í rétt horf. (Gripið fram í: Þetta eru frasar.) Veiðileyfagjaldið er þannig sveiflujafnandi, ekki aðeins fyrir rekstur ríkissjóðs heldur verður rekstur útgerðarfélaganna eðlilegri. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)