Veiðigjald og forsendur fjárlaga

Föstudaginn 01. júní 2012, kl. 11:07:11 (11699)


140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

veiðigjald og forsendur fjárlaga.

[11:07]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf):

Virðulegur forseti. Vissulega er það ekki stefna ríkisstjórnarinnar að halda gengi lágu og valda vandræðum í atvinnulífinu eins og hv. þingmaður heldur fram. Auðvitað er út í hött að halda slíku fram.

Hvað er mátulegt veiðileyfagjald? Hvað er mátulegur arður af auðlindum þjóðarinnar? Það er alveg áreiðanlegt og ég get svarað hv. þingmanni skýrt varðandi það, að veiðileyfagjaldið sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu er of lágt að mínu mati. 15 milljarða veiðileyfagjald skilur greinina samt sem áður eftir í þeirri stöðu að afkoman hefur aldrei verið betri. (Gripið fram í.) Sjálfri finnst mér, eftir mína skoðun á þessum málum, að langflest sjávarútvegsfyrirtæki þoli hærri veiðileyfagjald [Frammíköll í sal.] en þá 15 milljarða sem gert er ráð fyrir í þeirri málamiðlunartillögu sem lögð hefur verið fram.