Umræður um veiðigjöld og frumvarp um stjórn fiskveiða

Föstudaginn 01. júní 2012, kl. 11:20:16 (11709)


140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

umræður um veiðigjöld og frumvarp um stjórn fiskveiða.

[11:20]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er verið að hafa endaskipti á hlutunum. Hér á að fara að ræða veiðiskattafrumvarpið og veiðiskattafrumvarpið byggir á því kerfi sem lýst er í lögum um fiskveiðistjórn.

Nú eru viðamiklar breytingar boðaðar á fiskveiðistjórnarkerfinu þannig að það er algjörlega ljóst að það er engin glóra að fara að ræða hvernig á að skattleggja ef við vitum ekki hvernig skattstofninn er. Ég mælist því til þess við virðulegan forseta að hún beiti sér fyrir því að röðinni verði breytt, að fyrst verði tekið fyrir frumvarp sem varðar breytingar á fiskveiðstjórnarkerfinu og síðan verði veiðiskattafrumvarpið rætt.