Umræður um veiðigjöld og frumvarp um stjórn fiskveiða

Föstudaginn 01. júní 2012, kl. 11:24:28 (11713)


140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

umræður um veiðigjöld og frumvarp um stjórn fiskveiða.

[11:24]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Við hv. formann atvinnuveganefndar held ég að sé nauðsynlegt að segja eða hafa að minnsta kosti áhyggjur af því ef formaðurinn gerir sér ekki grein fyrir því og hlustar ekki á þá sérfræðinga sem komið hafa fyrir nefndina þegar þeir segja að ef fiskveiðistjórnarfrumvarpinu sjálfu verði breytt falli forsendur veiðigjaldafrumvarpsins. Þar af leiðandi er skynsamlegast að ræða fiskveiðistjórnarmálið á undan hinu frumvarpinu þannig að menn sjái hver niðurstaðan verður úr því.

Það er það sem hv. þingmenn eru að kalla eftir, frú forseti. (Gripið fram í.) Útúrsnúningar formanns atvinnuveganefndar eru til heimabrúks eins og einhverjir segja hérna.

Varðandi það að hæstv. utanríkisráðherra hafi ekki séð ljósið þá held ég að hæstv. utanríkisráðherra ætti kannski gera aðeins minna úr mikilvægi forsætisráðherra í því að leysa heimsmálin og sjá ljósið hér heima sem felst í því að þingið er í heljargreipum ríkisstjórnarinnar.