Lengd þingfundar

Föstudaginn 01. júní 2012, kl. 11:37:45 (11724)


140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

lengd þingfundar.

[11:37]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Á fundi þingflokksformanna í gær var ekkert samkomulag og lá ekki fyrir nein áætlun um það hvernig þingstörfum yrði hagað næstu daga. Starfsáætlun þingsins er fallin úr gildi og önnur liggur ekki fyrir. Við erum að fara inn í sjómannadagshelgina og mér þykir í hæsta máta óeðlilegt að við séum að ræða um hvaða breytingar ríkisstjórnin hyggst gera á fiskveiðistjórnarkerfinu, sem ég mundi segja að væru verulega neikvæðar til að gæta hófs í orðavali, þessa helgina.

Ég vil spyrja hæstv. forseta hversu lengi hún hyggst hafa fundinn vegna þess að um það hefur ekki verið tekin ákvörðun, eftir því sem ég best veit, hvort til standi að funda um sjómannadagshelgina. Ef hæstv. forseti getur ekki svarað þessu fer ég nú þegar fram á fund þingflokksformanna (Forseti hringir.) til að þessi mál komist á hreint.

Ég segi nei við þessa atkvæðagreiðslu.