Tekjustofnar sveitarfélaga

Föstudaginn 01. júní 2012, kl. 12:00:20 (11737)


140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

tekjustofnar sveitarfélaga.

633. mál
[12:00]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þann 13. febrúar var lagt hér fram þingmál af svipuðum meiði og þetta, og fór til efnahags- og viðskiptanefndar. Þann 19. mars er lagt fram það þingmál sem hér er verið að samþykkja og fer til umhverfis- og samgöngunefndar. Ég vil því hrósa umhverfis- og samgöngunefnd fyrir að vinna hratt og örugglega að því að klára þetta mál. Að sama skapi vil ég skamma efnahags- og viðskiptanefnd fyrir að sinna ekki því máli sem þar fór inn.

Virðulegi forseti. Ég er á móti þeirri breytingartillögu sem hv. þm. Róbert Marshall mælir hér fyrir, og hvet þingmenn til að fella hana. Ég bendi á að í tillögu meiri hluta nefndarálits umhverfis- og samgöngunefndar er lagt til að í ráðuneytinu verði farið í þá vinnu að skilgreina hvað er atvinnustarfsemi og hvað er tómstundastarfsemi í þessu efni. Ég held að rétt sé að byrja á því að skipa þann starfshóp, svo er hægt að breyta lögum og skilgreina upp á nýtt hvaða starfsemi eigi að vera þarna.