Tekjustofnar sveitarfélaga

Föstudaginn 01. júní 2012, kl. 12:04:05 (11740)


140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

tekjustofnar sveitarfélaga.

633. mál
[12:04]
Horfa

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Ég skrifaði undir nefndarálitið með fyrirvara og ég vil gera grein fyrir þeim fyrirvara. Ég styð þá hugsun sem er á bak við þá breytingartillögu sem við greiðum atkvæði um núna, þ.e. að greina eigi á milli tómstundaiðkunar og atvinnustarfsemi í hestaíþróttinni. En þar sem eftir er að vinna þessa skilgreiningu og að í dag er oft blandaður rekstur í slíku húsnæði sit ég hjá við þessa atkvæðagreiðslu. Ég vil lýsa því yfir að ég tel að sú nefnd sem á að taka við málinu eigi að vinna að greiningu þarna á milli svo að tómstundaiðkun og atvinnustarfsemi í hestaíþróttum hafi sína skattlagningu hvor.