Barnalög

Föstudaginn 01. júní 2012, kl. 12:14:57 (11749)


140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

barnalög.

290. mál
[12:14]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil óska nefndinni til hamingju með þá vinnu sem hún hefur unnið í þessu máli og þær breytingar sem hún hefur gert á frumvarpinu sem mun vonandi fá framgang á þessu vorþingi. Sérstaklega vil ég óska framsögumanni málsins, hv. þm. Guðmundi Steingrímssyni til hamingju með góða og styrka stjórn á þessu máli í meðförum nefndarinnar. Ég vil sömuleiðis taka fram að ég er hrifinn og ánægður með þær breytingar sem nefndin er að gera varðandi sáttameðferðinni og heimild dómara um sameiginlega forsjá.