Menningarminjar

Föstudaginn 01. júní 2012, kl. 12:43:08 (11766)


140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

menningarminjar.

316. mál
[12:43]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Björgvini G. Sigurðssyni og Ragnheiði Ríkharðsdóttur fyrir góða vinnu að málinu og sömuleiðis fyrir að ætla að leggja það á sig að taka málið inn á milli 2. og 3. umr. Þó að ýmsu sé hér breytt til betri vegar held ég að sú ánægjulega samstaða sem tókst í hópi fornleifafræðinga um ýmsar þarfar úrbætur frekari á málinu gefi fullt tilefni til að leggja við hlustir og kanna hvort ekki megi tryggja sem víðtækasta samstöðu um þær breytingar sem verið er að gera í þessari mikilvægu menningarstarfsemi okkar Íslendinga.