Háskólar

Föstudaginn 01. júní 2012, kl. 12:57:08 (11775)


140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

háskólar.

468. mál
[12:57]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég fagna þessu máli almennt séð enda er hér framfaramál á ferðinni, ekki síst er varðar fatlað fólk og réttindi þess til náms. Enn einu sinni förum við fram með mál sem eykur jafnrétti og mannréttindi í samfélaginu.

Ég hef þó þann fyrirvara á þessu máli að ég tel að sameining allra háskóla hér á Íslandi sé ekki raunhæf, ég tel eðlilegt að við horfum til sjálfstæðis ólíkra skóla sem sinna ólíkum þörfum, en aukin samvinna á því sviði er klárlega réttlætanleg.