Veiðigjöld

Miðvikudaginn 06. júní 2012, kl. 11:22:29 (12288)


140. löggjafarþing — 114. fundur,  6. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[11:22]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það eru svo ótrúlega sérkennilegar hugmyndir sem detta inn hjá sumum reynslulitlum og verksvitssnauðum nýliðum á þingi og þetta sést svo sem ekki bara innan veggja Alþingis, þetta teygir sig víðar, til að mynda inn í borgarstjórn Reykjavíkur. Bara það að láta sér detta í hug að loka Reykjavíkurflugvelli — slíkt hefði áhrif á þúsundir starfa í Reykjavík, í þjónustu, verslun, hótelum, varðandi opinbera þjónustu og ótal marga hluti, leigubíla og hvað sem er. Það er ekkert hugsað. Þetta er nákvæmlega eins og þegar menn ætla að slátra mjólkurkúnni sjálfri og eiga gott líf í tvö ár og éta beljuna og það á að duga. (Forseti hringir.) Hvað svo? Flytja til Tyrklands?