Veiðigjöld

Miðvikudaginn 06. júní 2012, kl. 11:29:38 (12292)


140. löggjafarþing — 114. fundur,  6. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[11:29]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson er þingmaður landsbyggðarkjördæmis, Norðvesturkjördæmis, þar sem eru stór sjávarútvegsfyrirtæki og öflug á mjög breiðum grunni og fjöldamörg öflug fyrirtæki í krókaaflamarkskerfinu. Ég veit að hv. þingmaður er í góðum tengslum við kjördæmi sitt og fólkið sem þar starfar og þekkir vel til, ekki síst í sjávarútveginum. Mig langar að spyrja hann um upplifun sína af því að hafa heyrt í fólki í kjördæminu síðustu daga og hvort upplifunin sé sú sem hefur komið hér fram í umræðunni hjá stjórnarliðum þegar sagt er að atvinnurekendum í þessari grein sé skítsama um starfsfólk sitt, skítsama um hagsmuni þess. Eins hvort það sé upplifun fólks að (Forseti hringir.) í gangi sé kúgun atvinnurekenda í þessu baráttumáli (Forseti hringir.) og það sé verið að nota starfsfólkið sem mannlega lifandi skildi í þeirri baráttu.