Veiðigjöld

Miðvikudaginn 06. júní 2012, kl. 17:08:49 (12343)


140. löggjafarþing — 114. fundur,  6. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[17:08]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég velti fyrir mér hvort skýringin geti verið fólgin í því að hv. þm. Skúli Helgason beindi orðum sínum til einkaaðila á meðan hv. þm. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var að tala um opinbera aðila, hvort það geti verið af hálfu forseta að gerður sé greinarmunur á því hvernig talað sé til einkaaðila og fyrirtækja þeirra annars vegar og hins vegar til opinberra aðila, sveitarfélaga eða annarra slíkra. Ég hefði áhuga á að vita það. Það hefur heilmikið fordæmisgildi fyrir okkur þannig að við getum gætt að okkur í ræðustól hvernig við tölum um opinbera aðila.