140. löggjafarþing — 114. fundur,  7. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[01:28]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Sú umræða sem hér hefur verið í gangi á svo sannarlega erindi undir liðnum um fundarstjórn forseta. Þegar einn hv. þingmaður og þingflokksformaður eins stjórnarflokksins, hv. þm. Björn Valur Gíslason, heldur því hér fram að þingmenn sem tekið hafa þátt í umræðum hafi gert það undir áhrifum áfengis án þess að hv. þingmaður hafi nokkuð til síns máls er það mjög alvarlegt. Það er full ástæða til að forsætisnefnd þingsins taki málið upp og að þessi hv. þingmaður verði áminntur fyrir þetta. Það er mjög erfitt að starfa undir þessum kringumstæðum þegar hv. stjórnarliðar fara ítrekað í manninn en ekki boltann. Hér er verið að takast á á málefnalegum forsendum en þegar stjórnarliðar (Forseti hringir.) koma ítrekað fram með brigsl og lygar eins og þessar (Forseti hringir.) geta alþingismenn og Alþingi Íslendinga ekki setið undir því.