140. löggjafarþing — 114. fundur,  7. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[01:31]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er rétt hjá hæstv. forseta að þetta hefur verið erfitt kvöld, þetta er erfitt kvöld fyrir þingið, þegar hv. þingmenn leggjast jafnlágt og hv. þm. Björn Valur Gíslason varð uppvís að hér áðan. Það er líka rétt að það er komið fram yfir miðnætti, klukkan er hálftvö, og þetta er sjöunda kvöldið, nóttin, í röð sem hér er þingfundur.

Ég ætla að mælast til þess, frú forseti, og þetta snertir fundarstjórn, að forsætisnefnd þingsins setjist niður, vegna þess að við erum ekki að vinna eftir starfsáætlun, og læri aðeins af atburðum þessa kvölds. Það er ekki boðlegt fyrir þjóðþingið að starfa undir þeim kringumstæðum að hér séu þingmenn að störfum fram á nótt, nótt eftir nótt. Eitthvað verður undan að láta þegar svo er (Forseti hringir.) og við sjáum það í kvöld hvað er fyrst að fara.