140. löggjafarþing — 114. fundur,  7. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[01:36]
Horfa

Árni Johnsen (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Hér hefur hvesst svolítið í kvöld og það er ekkert óeðlilegt. Það fór ekkert á milli mála að orð mín í ræðu fyrr í kvöld voru misskilin eða það er mitt mat. Ég var ekki að brigsla neinum um neitt heldur að segja ákveðna hluti eins og þeir hafa gengið fyrir sig en nú á að breyta því og það má ekki ganga fyrir sig á sama hátt og áður. Það var það sem ég fjallaði um.

Ef það hefur sært einhvern eða valdið misskilningi eða leiðindum þá get ég með góðum vilja beðið afsökunar á því að ég skuli stugga við ró fólks, það er ekki meining mín þó að ég tali hispurslaust og því árétta ég það með orðum mínum nú.