Innheimtulög

Mánudaginn 18. júní 2012, kl. 11:28:42 (13848)


140. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2012.

innheimtulög.

779. mál
[11:28]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mig langar í örstuttu andsvari að spyrja hv. þingmann hvort menn hafi rætt það í nefndinni, af því að ég sé að réttarfarsnefnd hefur komið á fund nefndarinnar, að eignarrétturinn er beggja vegna, bæði lánardrottinn og lánþegi eiga réttindi. Var farið ítarlega yfir þetta atriði í störfum nefndarinnar eða var almennt litið svo á að þetta væru nauðsynlegar réttarbætur sem væru löngu tímabærar?