Sala fasteigna, fyrirtækja og skipa

Mánudaginn 18. júní 2012, kl. 23:23:06 (13983)


140. löggjafarþing — 125. fundur,  18. júní 2012.

sala fasteigna, fyrirtækja og skipa.

837. mál
[23:23]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Magnús M. Norðdahl) (Sf):

Frú forseti. Frumvarp þetta er unnið og flutt af efnahags- og viðskiptanefnd samkvæmt beiðni efnahags- og viðskiptaráðuneytis. Ástæðurnar fyrir því að það er flutt nú er sú að endurskoðun sem gera átti og heildarendurskoðun á lögum um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa hefur tafist og verður ekki að lögum á þessu þingi. Af þeim ástæðum hefur efnahags- og viðskiptaráðuneyti lagt áherslu á að svokölluðu eftirlitsgjaldi, sem er í 2. mgr. 19. gr. laga um sölu fasteigna og fyrirtækja, verði frestað. Á það féllst efnahags- og viðskiptanefnd og þess vegna er lagt til í þessu frumvarpi að í stað ártalsins 2011 sem kemur tvívegis fyrir í ákvæði til bráðabirgða III í lögunum komi árið 2012. Frumvarp sama efnis hefur áður verið flutt og má auk þess vísa í rökstuðning fyrir því til ársins 2011 er það var flutt.