Veiðigjöld

Þriðjudaginn 19. júní 2012, kl. 21:58:24 (14137)


140. löggjafarþing — 127. fundur,  19. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[21:58]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Afgreiðsla veiðigjaldsins markar þáttaskil í auðlindamálum þjóðarinnar og þjóðin mun nú loksins fá sanngjarnan arð af auðlindinni sem sjálfstæðismenn hóta að afnema komist þeir til valda að loknum kosningum. Það er ástæða til að undirstrika rækilega að fréttir í fjölmiðlum um að veiðigjöldin gildi aðeins í eitt ár og að fjárfestingaráætlunin til að styrkja innviði samfélagsins sé þess vegna í uppnámi eru alrangar. Staðreyndin er sú að miðað við óbreytta afkomu sjávarútvegsins og stigvaxandi veiðigjöld má gera ráð fyrir að arðurinn af auðlindunum geti næstu þrjú árin skilað 40–50 milljörðum og fjárfestingaráætlunin komið til framkvæmda.

Þetta er því sannarlega gleðidagur því að þjóðin er að endurheimta sanngjarnan hlut af auðlindinni eins og hún á rétt á. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)