Aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf

Þriðjudaginn 08. nóvember 2011, kl. 15:33:08 (1280)


140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

142. mál
[15:33]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við ræðum núna tillögur Sjálfstæðisflokksins til þess að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Hér er að finna mjög margar góðar tillögur, m.a. eina um að endurgreiða tryggingagjald þegar atvinnurekendur ráða fólk af atvinnuleysisskrá, aðra um að afskrifa hraðar fjárfestingar sem fara verður í á næsta ári og síðan tillögu um lyklafrumvarpið svokallaða. Að vísu, virðulegi forseti, efast ég um að þessi útfærsla Sjálfstæðisflokksins nái til mjög margra heimila vegna þess að hún á fyrst og fremst að ná til þeirra sem eru svo til eignalausir og jafnframt með lán hjá einni fjármálastofnun. Ég óttast sem sagt að þetta sé bara enn eitt úrræðið sem gagnast örfáum og sé ólíkt öðrum úrræðum, m.a. 110%-leiðinni þar sem bankar taka ekki (Forseti hringir.) tillit til annarra eigna þegar t.d. afskrift er undir ákveðinni upphæð .

Því spyr ég hv. þingmann hvort ekki sé búið að þrengja of mikið þetta úrræði.