Aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf

Þriðjudaginn 08. nóvember 2011, kl. 16:43:23 (1313)


140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

142. mál
[16:43]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta voru margar spurningar. Ég ætla að velja það sem snýr að lífeyrissjóðunum, við höfum svo oft rætt skuldamálin áður að við skulum kannski ekki fara út í það, til þess að ná að klára hina umræðuna. Ég er algjörlega sammála hv. þingmanni um það að þessi lögbundna ávöxtunarkrafa á lífeyrissjóðina er of há. Hagkerfi, eins og ég sagði áðan í ræðu minni, vaxa um þetta 2,5% í jafnvægi þannig að hagkerfi ætti að geta gefið í kringum 2,5% raunvexti að jafnaði.

Það er aftur á móti ekki rétt hjá þingmanninum að yngri kynslóðirnar séu að borga lífeyri eldri kynslóðanna í lífeyrissjóðakerfinu íslenska. (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) Þeir sem eru eldri núna eru að fá miklu minna út úr kerfinu en þeir kannski ættu að fá út af því að allur sparnaður þeirra brann upp í verðbólgunni.