Aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf

Þriðjudaginn 08. nóvember 2011, kl. 17:27:08 (1326)


140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

142. mál
[17:27]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er alveg sama hversu marga við spyrjum, gagnrýnin sem fram hefur komið á frumvarpið lýtur að útfærslunni sem birtist í frumvarpinu en ekki að þeim grundvallaratriðum sem unnið er út frá. Það er það sem máli skiptir. Grundvallaratriðið sem unnið er út frá er það að þjóðin njóti arðs af auðlind sinni, að það sem útvegsmenn hafa hingað til kallað sinn eignarrétt sé eign þjóðarinnar og afnotaréttur útgerðarinnar. Nefndin lagði líka blessun sína yfir það að kerfinu yrði skipt í tvennt, í nýtingarsamninga annars vegar og í potta hins vegar. Um það er enginn ágreiningur. Það er þess vegna merkilegt þegar menn gapa hver upp í annan hrópandi það að hér skuli farin samningsleið, frumvarpinu hent og farin samningsleið, en enginn virðist tilbúinn að svara því hver samningsleiðin sé. Samningsleiðin er sú sem ég var að lýsa (Forseti hringir.) höfð upp úr skýrslunni frægu sem hv. þm. (Forseti hringir.) Einar Kristinn Guðfinnsson undirritaði með fleirum.