Aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf

Þriðjudaginn 08. nóvember 2011, kl. 17:29:35 (1328)


140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

142. mál
[17:29]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég hugsaði svo mikið að mér fannst ég vera búin að koma og svara. (Gripið fram í: … gott af að hugsa.) Þetta snýst einfaldlega um að gera greinarmun á grunnhugmyndum annars vegar og útfærslu hins vegar. Ef hv. þingmaður og þeir sem eru honum sammála telja að það sé ekki nokkur leið að fara þessa leið, ekki einu sinni eftir grunnhugmyndinni sem frumvarpið byggir á, eru menn að hafna samningsleiðinni. Menn verða bara að gera sér grein fyrir því. Samningsleiðin felur í sér þá grunnþætti sem þarna liggja undir. Ef þingmaðurinn er að tala um að við eigum að gera einhverja 90 ára samninga við útgerðina um nýtingarréttinn er það auðvitað ígildi eignarréttar. Þá erum við náttúrlega ekki heldur að tala um sömu grunnhugmynd. Ef menn ætla að fara að teygja hugtakið í slíkar áttir erum við náttúrlega ekki að tala um hina undirliggjandi hugmyndafræði sem er sú að nýtingarrétturinn sé (Forseti hringir.) bara til tímabundinna afnota og eignarrétturinn hjá ríkinu. Við getum raunverulega leyst þetta mál með því að skipta um stefnu en ég er ekki viss um að menn vilji að við förum fyrningarleið í staðinn fyrir samningsleið.