Aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf

Þriðjudaginn 08. nóvember 2011, kl. 17:33:28 (1332)


140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

142. mál
[17:33]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ótrúlegur dónaskapur af hv. þm. Ólínu Þorvarðardóttur að bera mönnum það á brýn að þeir sofi og hrjóti hér í þingsal. Ég hlustaði á ræðu hv. þingmanns eins og aðrir hér inni og þetta eru slíkar dylgjur og bullumblambur að ekki er boðlegt.

Ég spurði þingmanninn og vil gjarnan fá svar við spurningunni því að hún er með dylgjur á atvinnurekendur á Íslandi: Hvað þýðir útgerðarauðvaldið, eins og þingmaðurinn sagði? Hvað þýðir sægreifi? Þingmaðurinn er þekkt fyrir það að leika sér að íslenskri tungu eins og í kubbakassaleik sem er fyrir lítil börn en á því byggir þingmaðurinn málflutning sinn og gengur fram hjá öllum raunveruleika, öllu því sem heitir skynsemi og eðlileg viðmiðun, sem sýndi sig best í því þegar þingmaðurinn fór að snúa út úr (Forseti hringir.) því sem hefur verið kallað sáttaleið í sjávarútvegi.