Aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf

Þriðjudaginn 08. nóvember 2011, kl. 18:21:35 (1344)


140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

142. mál
[18:21]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Auðvitað hafa fjármálastofnanir þetta svigrúm. Það sem við þurfum að verkja máls á er að þessi framkvæmd eins og hún blasir við veldur misræmi og gerir það að verkum að sumir skuldarar eru verr staddir en aðrir eingöngu vegna þess að þeir eru í viðskiptum við einhverja tiltekna fjármálastofnun en ekki aðra.

Mig langar í framhaldinu að spyrja um annað. Þegar Landsbanki Íslands kynnti sín miklu úrræði varðandi skuldara og heimilin sagði hæstv. efnahagsráðherra að hann teldi að Íbúðalánasjóður ætti að feta sömu braut og Landsbankinn og sagði einfaldlega: Ef Íbúðalánasjóður treystir sér ekki til þess þá hlýtur að vakna spurningin til hvers við séum yfir höfuð með Íbúðalánasjóð. Nú spyr ég hæstv. ráðherra: Hafa þessi mál verið rædd innan ríkisstjórnarinnar? Hefur hæstv. ráðherra beitt sér í þessa veru innan ríkisstjórnarinnar? Er tíðinda að vænta á þessu sviði af hálfu ríkisstjórnarinnar og af hálfu Íbúðalánasjóðs?