Fjarskipti og Póst- og fjarskiptastofnun

Fimmtudaginn 08. desember 2011, kl. 18:03:13 (2922)


140. löggjafarþing — 34. fundur,  8. des. 2011.

fjarskipti og Póst- og fjarskiptastofnun.

362. mál
[18:03]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Varðandi það síðasta er ég mjög ánægður að heyra hjá hæstv. ráðherra, sem hefur nú ekki verið sérstaklega markaðssinnaður, að hann ætli að leysa vandamálið með takmarkað framboð og mikla eftirspurn sem verður örugglega í framtíðinni, með útboði, því notkun á tíðnum vex mjög hratt, miklu meira en línulega. Það fer því að þrengja um á tíðnisviðinu og einstaka tíðnir fara að vera mjög verðmætar. Þannig að ég er ánægður með þann þátt.

Svo er það öryggi borgaranna. Það er miklu auðveldara að hið miðstýrða vald ríkisins hafi eftirlit með einkaaðilum en ríkisaðilum. Ef fyrirtækið héti Póstur og sími ríkisins væri ríkið að hafa eftirlit með ríkisstarfsmönnum. Þá er miklu meiri hætta á því að menn verði ekki jafnmikið á tánum gagnvart því að passa þessi inngrip í málefni einstaklinga. Ég er því í sjálfu sér mjög ánægður með hvort tveggja, að hæstv. ráðherra ætli að nota markaðslögmálin til að ná í auðlegðina sem verður miklu meiri en kostar að tíðnivæða dreifbýlið, og að hann ætli að nota sér það að þetta eru einkaaðilar.

Eins og áður í dag, frú forseti, verð ég að gera athugasemd við að enginn úr viðkomandi nefnd sem fær þetta mál til umsagnar, þ.e. allsherjarnefnd, er hér í salnum. Ég hef bent á þetta aftur og aftur. Þetta er tíska, frú forseti, sem ég skora á forsætisnefnd að ræða. Einu sinni var slímseta nefndarformanna við svona umræðu. (Forseti hringir.)