Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Þriðjudaginn 13. desember 2011, kl. 15:08:07 (3005)


140. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[15:08]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Samkvæmt 44. gr. stjórnarskrárinnar þarf að ræða öll lagafrumvörp í þremur umræðum, sömuleiðis samkvæmt 38. gr. þingskapa Alþingis. Á þskj. 515 í breytingartillögum frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar kemur fram í 13. lið breyting á lögum um gistináttagjald og breyting á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Þetta er ný lagasetning, frú forseti. Ég tel að þetta þingskjal sé ekki þingtækt af því að verið er að breyta nýjum lögum og þessi umræða fer bara fram tvisvar á hinu háa Alþingi.