Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Þriðjudaginn 13. desember 2011, kl. 16:21:06 (3017)


140. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[16:21]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta efh.- og viðskn. (Tryggvi Þór Herbertsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef ég byrja á seinni spurningunni þá er það hálaunafólk sem stjórnar bankakerfinu. Það er ólíklegt að þetta skapi hvata til að það setjist niður og segi: Jæja, nú skoðum við hverjir launaskattarnir eru og sennilega er bara best að við hættum öllsömul. Það er óhjákvæmilegt að þeir sem verða ráðnir í staðinn fyrir það fólk til að stjórna verði líka hálaunafólk. Algjörlega óhjákvæmilegt. Þeir sem stjórna í bankakerfinu, þeir sem eru með hæstu launin, eru þeir sem munu bera hæsta launaskatta. Það er alveg rétt. Útibú byggjast mjög mikið upp á kvenfólki og bankarnir hafa mikið talað um að hægt sé að hagræða með því að leggja niður útibú úti á landi vegna þess að fólk geti einfaldlega sótt sér bankaþjónustu í gegnum heimabanka sinn. Þeir eru því með tæknilegu lausnina á því líka. Þjónustan minnkar eitthvað, það er alveg rétt.

Ég held því fram að þetta sé akkúrat hin rétta hagfræðilega hugsun og verð því að segja að ég er ósammála hv. þingmanni.

Hvað varðar eignaupptökuna er rétt að hér hefur orðið gríðarlega mikil eignatilfærsla, en réttlætir það enn frekari eignatilfærslu? Nei. (Gripið fram í: Þú snýrð þessu við.)