Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Þriðjudaginn 13. desember 2011, kl. 16:24:12 (3019)


140. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[16:24]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta efh.- og viðskn. (Tryggvi Þór Herbertsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Sú gagnrýni að við séum ekki með neinar tillögur hérna á að hluta til rétt á sér. Það er ljóst að við lögðum fram margvíslegar tillögur um útgjaldahliðina og við höfum lagt fram margvíslegar tillögur í efnahagsstefnu okkar. Við erum byrjuð að sjá sumar þeirra koma inn í þingið sem þingsályktunartillögur og tillögur um lagabreytingar. Þannig verður það í allan vetur, við munum sjá efnahagstillögur okkar birtast í formi þingsályktunartillagna og slíku.

Ég vil benda hv. þm. Lilju Mósesdóttur á að ekki er öll nótt úti enn. Það gætu komið einhverjar tillögur milli 2. og 3. umr. (Gripið fram í.)