Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Þriðjudaginn 13. desember 2011, kl. 19:43:30 (3046)


140. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[19:43]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Skuldamál heimilanna eru auðvitað stórt mál og við getum rætt það mikið en þetta snýr í rauninni að okkur, hv. þingmönnum, og við þurfum að taka afstöðu til þessara prinsippa. Finnst okkur eðlilegt að skattleggja lífeyrissjóðina? Það er spurningin sem ég spyr hv. þingmann. Ég spurði hann tveggja spurninga og fékk svar við hvorugri en af þessum tveim bið ég hv. þingmann að svara því hvort honum þyki eðlilegt að við skattleggjum lífeyrissjóðina. Það hefur ekki verið gert áður á Íslandi og þrátt fyrir að menn geti fært rök fyrir því að sérstakar vaxtabætur séu jákvætt mál og nýtist mörgum o.s.frv. er það samt sem áður þannig að þetta er prinsippafstaða sem við hv. þingmenn þurfum að taka afstöðu til og ég spyr hv. þingmann út í það mál.